Bil á milli kviðvöðva

28.08.2019

Sælar, ég eignaðist barn fyrir tveimur mánuðum. Ég er ennþá með bil á milli kviðvöðvanna og kem ég ca 2 fingrum á milli þeirra. Er þetta eitthvað sem gengur til baka að sjálfu sér eða þarf ég að leita til læknis?

Heil og sæl, þetta ætti að ganga til baka sjálfkrafa en ef það gerir það ekki á næstunni getur þú rætt málið við lækninn þinn. Gangi þér vel.