Skoðun

02.09.2019

Góðan daginn, þarf maður að fara í 12 vikna skoðun á sinni heilsugæslu áður en maður fer í 12 vikna skoðun og litningatékk á landsspítalanum? Eða getur maður bara farið beint á landspítalann án þess að fá beiðni frá sinni heilsugæslu?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að hafa samband við ljósmóður á þinni heilsugæslustöð og ræða um rannsóknina við hana og skrá þig í meðgönguvernd. Gangi þér vel.