Yfir meðalstærð

04.09.2019

Góðan daginn, Ég er komin 25v af mínu öðru barni og hann var yfir meðalstærð fyrir ofan nafla. Verður hann þá stór við fæðingu? Það er saga um að erfitt sé að fæða stóra drengi, er keisari leyfilegur ef maður er kvíðin fyrir þessu?

Heil og sæl, það eru ekki tengsl milli þess hve legbotn mælist hár og stærðar barnsins við fæðingu á þessum tíma meðgöngunnar. Ákvörðun um keisaraskurð verður að vega og meta vel og það er ekki tímabært að velta þvi fyrir sér á þessum tímapunkti. Oft ganga fæðingar mjög vel þó að börn séu í stór, það eru aðrir þættir sem spila líka inní þegar verið er að skoða gang fæðinga. Gangi þér vel.