Tannverkir

15.02.2008

Ég er á 19 viku og byrjuð að finna fyrir viðkvæmni í tönnum og tannholdi samt held ég mér frá gosi og öllum súrum drykkjum, drekk mikið vatn og sódavatn annars læt ég allt annað vera. Tek vítamínus og kalk en samt er þetta að angra mig. Er þetta eðlilegt? Lenti líka í þessu á síðustu meðgöngu þá hrundu í mér tennurnar en þá drakk ég mikinn safa. Hvað get ég gert?

Kær kveðja, Sonja.


Sæl Sonja

Það er ekkert víst að þetta vandamál tengist meðgöngunni.  Ég skil ekki af hverju þú telur að vítamín og kalk ættu að koma í veg fyrir þetta. Þú ættir að panta þér tíma hjá tannlækni og láta líta á þig.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
15. febrúar 2008.