Barnaverndarnefnd.

22.01.2015

Hæ hæ, ég er 17 ára og  ólétt. Ég hef  heyrt að barnaverndarnefnd muni "skipta sér af" þegar ég verð búin að eiga? Er það rétt? Ég verð reyndar 18ára nokkrum dögum eftir að ég er búin að eiga ef það skiptir máli.

 

Sæl og blessuð og til hamingju. Það er alls ekki sjálfgefið að blanda barnaverndarnefnd í málið þó að þú sért 17 ára.  Hvert tilfelli er vegið og metið og ef að engin óregla er í spilinu og þú hefur stuðning og bakland frá foreldrum þínum þá ættir þú ekki að hafa nein samskipti við nefndina. Það er þó ef til vill ekki vitlaus hugmynd að þú fáir tíma hjá félagsráðgjafa til að athuga með þau réttindi sem standa þér til boða. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
22. jan. 2015