Tedrykkja á meðgöngu

08.02.2008

Komiði sælar!

Ég hef ekki mikið gert af því að drekka te, hef frekar verið í kaffinu, en eftir því sem hefur liðið á meðgöngu hefur löngun í kaffi minnkað og ég hef verið að snúa mér meira að te. Mig langaði að vita hvort að það eru einhverjar ákveðnar tegundir af te sem maður ætti frekar að drekka en aðrar á meðgöngu, og einnig hvort að það eru einhverjar tegundir sem maður ætti að forðast.

Kærar þakkir.

 


 

Sæl og blessuð!

Hér á síðunni eru nokkrar fyrirspurnir sem fjalla um te og því vil ég vísa þér á þær.

Te inniheldur koffín eins og kaffi bara í minna magni en koffín er talið auka líkur á fósturláti sé þess neytt í miklu magni. Það ætti að vera í góðu lagi að drekka 3-4 bolla af tei daglega.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. febrúar 2008.