Tengist aukin hnakkaþykkt nýrnagöllum

28.04.2008

Ég er fædd með nýrnagalla sem er ættgengur. Getur það haft áhrif á hnakkaþykkt barnsins ef það er með þennan sjúkdóm?

 


 

Sæl!

Aukin hnakkaþykkt tengist ekki nýrnagöllum. Ef hnakkaþykkt er aukin eru auknar líkur á litningagöllum eða hjartagöllum. Nýru fósturs væru skoðuð mjög vel í 20 vikna ómskoðun hjá konu með nýrnagalla eða ættarsögu um nýrnagalla.

Kær kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreiningardeild LSH,
28. apríl 2008.