Teygjusokkar

07.06.2007

Sælar ljósmæður og þakka ykkur fyrir frábæran vef. Miklar og góðar upplýsingar hér að hafa.

Mig langaði að fá ykkar álit á notkun teygjusokka við bjúg. Ég er gengin 33 vikur og bjúgurinn farin að setjast verulega í kringum ökkla, ég er í kyrrsetu vinnu, og reyni að hreyfa mig og fara í sund til að losa bjúginn en það virkar mjög tímabundið. Þegar mest lætur get ég myndað allt að 1 cm djúpa holu innanvert á ökkla. Mynduð þið ráðleggja að ég prófaði að nota teygjusokka, og þá einhverja sérstaka tegund?

Með fyrirfram þökk, Lilja.


Sæl - og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég held ég myndi frekar mæla þá með meðgönguteygjusokkabuxum veit að þær eru til í Móðurást án þess að ég viti um fleiri staði,  tel það heppilegra en sokka, þar sem þeir geta heft blóðarásina við kálfann. Einnig er það ágætt sem þú þegar ert að gera fyrir þig nú þegar, prufa að drekka trönuberjasafa t.d. sakar ekki. Stundum er hreinlega mjög erfitt að koma í veg fyrir bjúg hann bara kemur og þá er langbest að vera sem mest í hvíld og hafa fætur uppi t.d. á skemli t.d. við vinnu eða þegar er verið í hvíld heima við.

Vonandi hefur þetta eitthvað svarað fyrirspurninni.

Kær kveðja,

Sigrún E. Valdimarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. júní 2007.

Sjá einnig fyrirspurn um Bjúg...