Tilfinningalaus

31.01.2007

Sælar ljósmæður
Ég er gengin 20 vikur og þegar ég og maðurinn minn stundum kynlif þá finn ég ekki fyrir neinu. Þegar hann strýkur snípinn þá finn ég snertinguna en ekki tilfinninguna sem ég er vön að fá. Svo þegar hann fer inn í leggöngin þá finn ég bara fyrir rétt í opinu en ekki neitt inn í mér svo þegar hann kemur við geirvörturnar á mér þá hef ég alltaf fengið góða tilfinningu en
núna er eins og það hafi verið klippt á allar taugar og ég finn ekki neitt. Er þetta eðlilegt?  Maður hefur bara heyrt um þær sem eru óléttar og eru æstar í kynlíf en ég hef aldrei heyrt neitt svona. Er það málið að maður annaðhvort vill eða alls ekki?

Bestu kveðjur
ein tilfinningalaus


 

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki heyrt neitt svona áður.  Vissulega er algengt á meðgöngu að konur missi áhugann því hugurinn er svo mikið bundinn öðru.  Mér finnst líklegast að það sé að gerast hjá þér að þú einhvernveginn aftengir þig, ómeðvitað.  Það getur verið vegna þess að öll áherslan er á barninu og því sem það kannski upplifir, hræðslu, þreytu, líkamlegra breytinga, breyttri sjálfsmynd o.s.frv.  Þetta getur líka stafað af líkamlegum breytingum sem fylgja meðgöngunni, konur upplifa oft kynlífið öðruvísi en vanalega vegna breytts blóðflæðis og fleira.  Það er mun algengara að konur missi áhugann á kynlífi heldur en að konur verði æstar í kynlíf þó það sé til líka.   Þetta getur svo breyst þegar lengra líður á meðgönguna.  Ég get bara ráðlagt ykkur að halda áfram að vera góð við hvort annað og tala saman um líðan ykkar og muna að þetta er tímabundið ástand.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
31.01.2007.


Komdu sæl