Barnsfaðernispróf

24.01.2011
Ég er gengin 27 vikur og þarf að athuga med faðerni þegar barnið kemur í heiminn. Er einhver möguleiki að greina faðerni barnsins sem ég geng með áður en það kemur í heiminn.

Komdu sæl
Nei það er ekki hægt að greina það á meðgöngu.  Það þarf að taka ákveðnar blóðprufur úr naflastreng við fæðingu og svo líka blóðprufur hjá þeim sem koma til greina sem feður.
Þú þarft að fá beiðni um slíkar prufur og skrifa undir það á meðgöngu.  Þetta getur þú fengið hjá ljósmóðurinni þinni í meðgönguverndinni eða hjá félagsráðgjafa á kvennadeild.  Félagsráðgjafi myndi líka geta ráðlagt þér frekar í þessum málum t.d. hvað varðar réttindi þín og barnsins.
Kveðja
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2011.