Spurt og svarað

13. desember 2006

Tilkynning um töku fæðingarorlofs

Langar til að vita hvenær ég á að tilkynna atvinnurekanda um óléttu. Má maður bíða þar til maður nálgast 12 viku eða á maður að tilkynna það strax og maður veit það sjálfur.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Varðandi tilkynningu um töku fæðingarorlofs skal starfsmaður tilkynna það atvinnurekanda sínum eins fljótt og kostur er og í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingadag barns.  Þannig að þér er alveg óhætt að tilkynna atvinnurekanda þínum um þungun þína hvenær sem þú vilt en í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingadag.  Viljirðu hins vegar breyta áður tilkynntum upphafsdegi fæðingarorlofs ber þér að tilkynna það atvinnurekanda þínum þremur vikum fyrir hinn nýja áætlaða upphafsdag fæðingarorlofs. Tilkynning skal vera skrifleg og skal þar tilgreina fyrirhugaðan upphafsdag orlofsins, lengd og tilhögun.  Þar skal jafnframt tilgreina fyrirhugaða skiptingu sameiginlegs fæðingarorlofs milli foreldra barns.  Atvinnurekandi skal árita tilkynninguna um móttökudagssetningu og afhenda starfsmanni afrit hennar.

Gangi  þér vel!

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. desember 2006.





Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.