Spurt og svarað

30. september 2019

Hvernig á að skeina sér?

Góðan dag Ég er með eina spurningu sem ég er búin að vera að velta fyrir mér og var að lesa grein eftir Önnu ljósmóður um en skil ekki alveg nákvæmlega hvernig á að gera og það er hvernig kona á að skeina sig eftir að hafa pissað? Á maður að skeina sig upp frá leggöngum og í átt upp að lífbeini eða niður eða einhvernveginn öðruvísi? Í greininni stóð að það ætti ekki að skeina sig á milli fótanna og ég veit ekki nákvæmlega hvernig hún er að meina. Mér var kennt á sængurlegudeildinni að skipta á stelpunni minni og þá var sagt að við ættum alltaf að þurrka niður. Er það eins hjá fullorðnum s.s. niður frá þvagrás að leggöngum? Afsakið langa spurningu vil bara endilega hafa þetta á hreinu :)

Heil og sæl, það er best að skeina sér í átt að rassinum og bakinu. Semsagt þurrka niður eins og þú hefur lært í sængurlegunni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.