Spurt og svarað

02. október 2019

Peli frá fæðingu

Góðan dag. Hvernig virkar það ef maður er búin að ákveða að gefa ekki brjóst. Á að eiga í vetur og ég hef mínar ástæður fyrir að reyna ekki við brjóstagjöf, er gefið pela með þurrmjólk strax á fæðingardeildinni eða hvernig er gefið barninu? Finnst ég hafa svo oft heyrt að það komi of mikið úr pelanum svo barninu svelgist oft á. Ég er voða stressuð fyrir þessu því ég skil ekki alveg hvernig þetta virkar. Kveðja

Heil og sæl, þegar móðir hefur alveg gert upp  við sig að hún muni ekki gefa brjóst er best að það sé tekið fram í hennar mæðraskrá. Þú þarft líka að láta vita í fæðingunni að þú hafir tekið þessa ákvörðun. Barninu er þá gefinn peli og það er oftast algjörlega án vandamála og gengur bara vel. Það eru til túttur með mismunandi stórum götum og yfirleitt er ekki vandi að finna túttu sem hentar. Ekki hafa áhyggjur af þessu, þetta leysist án stórra hnökra. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.