Spurt og svarað

06. desember 2011

Tíðni listeríusýkinga hér á landi

Vegna mikilla og tíðra umræða á bland.is um listeríusýkingu á meðgöngu langar mig að spyrja hvort að til séu opinberar tölur um það hversu oft ófrískar konur hér á landi hafa sýkst af listeríu og hverjar afleiðingarnar voru í þeim tilfellum, t.d. fósturskaði eða fósturlát?

Með bestu kveðju og þökk fyrir góðan vef MT.

Sæl og blessuð!

Samkvæmt Ársskýrslu Landlæknisembættisins árið 2009 eru skráð 7 tilfelli listeríusýkinga á árunum 2004-2009, þar af voru 4 tilfelli árið 2007. Ég hef ekki upplýsingar um hvort þetta voru ófrískar konur eða hversu alvarleg þessi tilfelli voru. Þetta er vissulega ekki algent en getur engu að síður verið alvarlegt. Málið snýst um það að ef barnshafandi kona sýkist af listeríu þá getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér s.s. fósturskaða eða fósturlát. Sjá nánari umfjöllum í nokkrum fyrirspurnum hér á vefnum, m.a. þessari hér.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. desember 2011.

Heimild; http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4561
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.