Tómur sekkur

14.09.2012
Ég á að vera komin 8 vikur og 2 daga samkvæmt fyrsta degi blæðinga. Ég fór í snemmsónar og þá kom í ljós að annaðhvort væri þetta tómur sekkur eða að þetta væri bara svo ungt, um 5 vikur. Það sást ekkert fóstur og þar af leiðandi enginn hjartsláttur. Ég hef misst áður og er 21 árs. Tíðahringurinn minn er langur en misjafn hefur alveg verið 50 dagar. Hverjar eru líkurnar á því að þetta sé eitthvað eða bara dulið fósturlát? Er eitthvað að mér fyrst að þetta er að gerast í annað skipti?

Sæl.
það er ekki hægt að svara því hvort eitthvað sé að, fyrr en búið er að skoða aftur eftir ca 2 vikur, ef sekkurinn er ennþá tómur þá er um óeðlilega þungun að ræða. Ef þú ert með langan tíðarhring er líklegt að egg los sé ekki 14 dögum eftir blæðingar, þá gætir þú verið komin styttra eins sonarinn sýndi. Vertu bjartsýn og farðu í nýja sonarskoðun 2 vikum frá þeirri fyrri.
Fósturlát á fyrstu 12 vikum eru algeng u.þ.b. 20 % þungan sem eiga sér stað enda með fósturláti, og það telst ekki óeðlilegt þótt sama kona missi x2-3 á sínu frjósemi skeiði. Ef það gerist oftar er ástæða til að rannsaka það nánar.
 
Kær kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir ljósmóðir fósturgreiningardeild
14. september 2012