Trönuberjasafi

11.12.2008

Ljósmóðirin mín benti mér á að drekka trönuberjasafa því að ég er með svo mikinn bjúg. En ég gleymdi að spyrja hana hvað ég mætti drekka mikið af honum á dag.


Sæl og blessuð!

Trönuberjasafi er mjög hollur, inniheldur m.a. C vítamín, kalk og járn. Það er hugsanlegt að hann geti fyrirbyggt þvagfærasýkingar en ég veit ekki til þess að hann dragi úr bjúgsöfnun.

Þér er alveg óhætt að drekka 1-2 glös á dag.

Þú getur líka kíkt á ráðin okkar við bjúg.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.