Túnfisksalat

03.11.2007

Daginn!

Ég veit að barnshafandi konu ber ekki að borða túnfisk á meðgöngunni, en á það sama við um túnfiskssalat?

Með þökk,Jakobína.


Sæl Jakobína

Það er reyndar í lagi að borða túnfisk á meðgöngu en þó ætti ekki að borða túnfisk oftar en tvisvar í viku. Svo þér er alveg óhætt að fá þér túnfisksalat.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. nóvember 2007.