Turmerick

09.12.2014

Góðan dag og takk fyrir góðan vef. Ég hef tekið  turmeric dropa af og til vegna verkja i liðamótum og finnst mérr þeir virka ágætlega. Nú er ég ólétt og það stendur i leiðbeiningum að ekki megi taka turmeric a meðgöngu. Þar sem þetta er jú einnig algengt krydd spyr ég, af hverju má ekki neyta turmerics a meðgöngu? 
Takk takk,
 kveðja Kristin

 
 
Sæl Kristín, það er ekki mælt með notkun Turmericks á meðgöngu vegna þess að það getur haft örvandi áhrif á. legið og komið af stað samdráttum. Það getur einnig aukið lítillega líkur á blæðingu. Þetta á þó eingöngu við ef Turmerick er tekið sem fæðubótarefni – ekkert mælir gegn því að nota kryddið sem slíkt í matargerð.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
09.des.2014