Túrverkir í byrjun meðgöngu

07.04.2008

Hæhæ kæru ljósmæður og takk fyrir góðan vef!

Ég er komin tæpar 16 vikur á leið og í dag, eftir að ég hafði farið í sund og synt dálítið mikið, var komin heim og sest niður, fékk ég mjög óþægilega svona túrverki. Þetta voru svona eins og slæmir túrverkir vanalega. Þetta stóð yfir í svona 5 mínútur og hætti svo. Það er ekkert að blæða eða neitt, en ég er samt óróleg og á ekki tíma hjá ljósunni fyrr en þegar ég verð komin 18 vikur.

Er þetta eðlilegt? Á ég að hætta að hreyfa mig, þar sem það getur komið svona samdráttum eða verkjum af stað?

kv. Áhyggjufull


Komdu sæl

Túrverkir eru nú fremur algengir svona í byrjun meðgöngu og oftast ekkert til að hafa áhyggjur af, en kannski hefur þú reynt aðeins of mikið á þig í sundinu sem getur hafa orsakað samdrættir sem lýstu sér svona.  Eitt einstakt tilfelli er ekkert til að hafa áhyggjur af.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2008.