Spurt og svarað

06. febrúar 2012

Túrverkir og þrýstingur niður

Hæ hæ, ég vil þakka kærlega fyrir frábæran vef sem hefur nýst mer mjög vel.

Ég er ólétt af mínu fjórða barni. Nú hef ég verið með mikla túrverki daglega nokkrum sinnum á dag í nokkra daga mér finnst þeir verða verri með tímanum. Bumban er mjög lítil og nett en verður marg oft á dag eins og lítill handbolti og alveg glerhörð. Með þessu fylgja stingir í leggöngin ef ég geng og þrýstingur niður. Ég var með styttan legháls í byrjun des eða 2,1 hætti að vinna og leghálsinn lengdist aftur uppí 2,8 mæld í lok des. Leghæðin var alltaf í efri mörkum en í seinustu skoðun þá var leghæðin komin niður í neðstu meðaltalsmörk. Nú er leghæðin 29 sm.  Getur verið að þetta sé vísbending á að ég gæti átt fyrir tímann og leghálsinn sé að styttast á ný.

Með von um svör, með bestu kveðju

Hildur


Sæl Hildur.

Vissulega er túrverkjaseiðingur og þrýstingur niður merki um að eitthvað geti verið að gerast.  Þar sem þú hefur verið í eftirliti vegna styttingar á leghálsi ráðlegg ég þér að hafa samband við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni og fá að koma í aukaskoðun.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. febrúar 2012.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.