Spurt og svarað

28. febrúar 2012

Tveir keisarar

Takk fyrir frábæran og aðgengilegan vef.

Ég er búin að ganga með tvisvar og endaði í keisara í bæði skiptin. Nú er ég gengin 6 vikur og farin að velta hlutunum fyrir mér. Telst ég til áhættumeðgöngu núna? Ég bý erlendis en er að flytja heim til Íslands. Ef allt gengur upp verð ég þá komin 17 vikur. Þá verður orðið stutt í að ég þurfi að fara í 20 vikna sónar. Veit ekkert hvert ég á að snúa mér.

Með fyrirfram þökk Sigríður


Komdu sæl.

Best væri fyrir þig að panta þér tíma hjá ljósmóður á þinni heilsugæslustöð, sem fyrst eftir að þú kemur heim.  Endurtaka þarf blóðprufur og þú getur fengið beiðni fyrir 20 vikna sónarnum. 

Þú getur verið í eftirliti á heilsugælsustöð en þarft ekki að vera á áhættumeðgöngudeild LSH þótt þú hafir farið í tvo keisara.  Þú þarft að fara í viðtal við fæðingalækni á heilsugæslunni en ljósmóðirin þín gefur þér tíma hjá honum.  Venjulega fara svo konur sem eiga tvo keisara að baki líka í keisara í þriðja sinn.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. febrúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.