Spurt og svarað

07. janúar 2008

Tvíburabróðir

Mig langaði að athuga hvort þið vitið eitthvað um hvað er gert þegar kona fær tvíburabróðir á meðgöngu. Ég hef áður greinst með tvíburabróðir og fékk sýklalyf sem virkaði vel, sýkingin hvarf eða a.m.k. kúlan og óþægindin. Nokkrum mánuðum seinna fékk ég tvíburabróðir aftur en hann hvarf nokkrum dögum síðar, áður en ég náði að leita til læknis.

Nú er ég ólétt og tvíburabróðirinn er að koma aftur... í þriðja sinn á innan við ári. Hvernig er hann meðhöndlaður, má maður nokkuð fara á sýklalyf? Er hann skorinn í burtu?  Eða er hann bara látinn vera meðan ég er ólétt? Er einhver áhætta fyrir barnið?

Komdu sæl


 

Ég ráðlegg þér eindregið að tala um þetta við lækni.  Þú getur farið á sýklalyf á meðgöngu en ekki hvaða lyf sem er þannig að læknirinn þinn skiptir kannski um sýklalyf frá því sem þú fékkst áður.  Það getur líka verið að það þurfi að meðhöndla þetta með umbúðum og þú þurfir að fara í umbúðaskipti reglulega, eða aðgerð, en það fer auðvitað eftir því hversu mikið þetta er.  Barninu stafar engin hætta af þessu.  Pantaðu bara strax tíma hjá lækni og láttu kíkja á þetta... mundu bara að segja honum frá þunguninni :)

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. janúar 2008

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.