Spurt og svarað

29. apríl 2008

Tvíburadagatal

Hvort er réttara þegar ég er gengin 33 vikur og 1 dag að ég eigi að lesa 33 vikur eða 34 viku? Mér finnst þetta eitthvað svo ruglingslegt. Var að spyrja ljósmóður að þessu í dag og samkvæmt henni þá ætti að miða við fullgengnar vikur.

Ástæða þess að ég spyr er að ég geng með tvíbura og lenti í því að missa hluta af vatninu fyrir svolitlu síðan og þá var talað um að setja mig af stað um um 34 viku vegna hættu á sýkingu en svo þar sem það lak ekkert meira og ég hef ekki fengið sýkingu þá var talað um að það mætti draga það að setja mig af stað þar til allt að 36 viku. Hef reyndar ekki getað hitt minn sérfræðing eða mína ljósu undanfarið og veit ekkert meira um þetta en ég var að spá ef þetta með 36 viku stæðist erum við þá að tala um 2 eða 3 vikur í viðbót?


Sæl og blessuð!

Þú átt að lesa 34. viku því hún á við meðgöngu lengd sem er 33 vikur + 0-6 dagar. Ef þú lest Upphafið í tvíburavikunum þá er þetta skýrt út þar.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.