Tvíburadagatal

29.04.2008

Hvort er réttara þegar ég er gengin 33 vikur og 1 dag að ég eigi að lesa 33 vikur eða 34 viku? Mér finnst þetta eitthvað svo ruglingslegt. Var að spyrja ljósmóður að þessu í dag og samkvæmt henni þá ætti að miða við fullgengnar vikur.

Ástæða þess að ég spyr er að ég geng með tvíbura og lenti í því að missa hluta af vatninu fyrir svolitlu síðan og þá var talað um að setja mig af stað um um 34 viku vegna hættu á sýkingu en svo þar sem það lak ekkert meira og ég hef ekki fengið sýkingu þá var talað um að það mætti draga það að setja mig af stað þar til allt að 36 viku. Hef reyndar ekki getað hitt minn sérfræðing eða mína ljósu undanfarið og veit ekkert meira um þetta en ég var að spá ef þetta með 36 viku stæðist erum við þá að tala um 2 eða 3 vikur í viðbót?


Sæl og blessuð!

Þú átt að lesa 34. viku því hún á við meðgöngu lengd sem er 33 vikur + 0-6 dagar. Ef þú lest Upphafið í tvíburavikunum þá er þetta skýrt út þar.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. apríl 2008.