Tvíburamamma og skoðanir

02.03.2007

Ég fer i reglulegt eftirlit til ljósmoðir á heilsugæslunni minni, allt er eðlilegt með tvíburarna og mér liður vel. Er að velta fyrir mér hvort ég þurfi að fara í læknisskoðun áður en fæðinginn fer af stað, ég meina mun heimilislæknirinn skoða útvikkanir og annað í klofinu á mér eða eru engar svoleiðis skoðanir gerðar fyrr enn á fæðingardeildinni? Hef smá asnalegar áhyggjur af því, finnst það óþægilegt með karllækna í þessu hlutverki.

Fyrstu börn í 31:a viku
Fyrirframþakkir


Komdu sæl.

 

Undir venjulegum kringumstæðum er engin þörf á því að skoða útvíkkun á meðgöngunni fyrr en fæðing fer af stað og það á jafnt við um tvíburamömmur og aðrar.  Aðrar skoðanir að neðan eru einungis gerðar ef um eitthvað vandamál er að ræða sem þarf að skoða nánar.  Hugsanlega vill ljósmóðirin þín senda þig til fæðingalæknis seint á meðgöngunni til að ræða fæðinguna og ef eitthver vandamál koma upp, þar sem þú ert með tvíbura en skoðun að neðan er ekki nauðsynleg. 

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðigur og ljósmóðir.
02.03.2007.