Spurt og svarað

10. september 2012

Tvíburameðganga

Sælar fróðu konur!
Ég fékk að vita það í snemmsónar að ég ætti von á eineggja tvíburum og er gengin rúmar 8 vikur. Þar sem ég finn lítið lesefni um tvíburameðgöngur langar mig að forvitnast aðeins. Hver er eðlileg meðgöngulengd tvíburameðgöngu? Er hún álitin 40 vikur eða er það eitthvað styttra? Einnig langar mig að vita á hvaða vikum eru ómskoðanir? Hverjar eru líkurnar á að missa annað barnið? ég er mjög hrædd við það að missa annað þeirra. Annað, er eðlilegt að mér finnist ég strax vera farin að stækka og vera útblásin?
Bestu kveðjur, ein forvitin og smeyk.Sæl!
Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með þungunina. Á vef heilsugæslunnar er mjög gott efni um tvíburameðgöngu, þar er gott yfirlit yfir ómskoðanir, skoðanir hjá ljósmóður og læknisskoðanir. Einnig er farið yfir helstu tölur, svo sem meðal meðgöngulengd, tvíbura fylgjur, fjölda fæddra tvíbura síðustu ár og hverju þú getur átt von á svo eitthvað sé nefnt.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. september 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.