Tvíburameðganga

10.09.2012
Sælar fróðu konur!
Ég fékk að vita það í snemmsónar að ég ætti von á eineggja tvíburum og er gengin rúmar 8 vikur. Þar sem ég finn lítið lesefni um tvíburameðgöngur langar mig að forvitnast aðeins. Hver er eðlileg meðgöngulengd tvíburameðgöngu? Er hún álitin 40 vikur eða er það eitthvað styttra? Einnig langar mig að vita á hvaða vikum eru ómskoðanir? Hverjar eru líkurnar á að missa annað barnið? ég er mjög hrædd við það að missa annað þeirra. Annað, er eðlilegt að mér finnist ég strax vera farin að stækka og vera útblásin?
Bestu kveðjur, ein forvitin og smeyk.Sæl!
Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með þungunina. Á vef heilsugæslunnar er mjög gott efni um tvíburameðgöngu, þar er gott yfirlit yfir ómskoðanir, skoðanir hjá ljósmóður og læknisskoðanir. Einnig er farið yfir helstu tölur, svo sem meðal meðgöngulengd, tvíbura fylgjur, fjölda fæddra tvíbura síðustu ár og hverju þú getur átt von á svo eitthvað sé nefnt.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. september 2012