Barnshafandi í öskufalli

09.06.2010

Góðan dag.

Í dag 4. júní 2010 er öskufall í Reykjavík og svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum. Ég er komin 25 vikur á leið og vildi spyrja hvort ófrískum konum sé ráðlagt að vera með rykgrímur utan dyra. Ég geng í og úr vinnu (ca 10-15 mín) og fer gjarnan út með hundinn í stuttar gönguferðir. Ég sit nú inni við vinnu en finn þegar smá ertingu í augum og nefi. Hvað ráðleggið þið í þessum efnum? Ég hef lesið bækling almannavarna og reynt að leita upplýsinga á netinu, en ekki fundið svörin sem mig vantar.

Með kveðju, Sigrún.


Komdu sæl Sigrún.

Ef þú ert ekki með undirliggjandi sjúkdóma ætti þér að vera óhætt úti en vissulega getur þú fundið fyrir óþægindum í augum og særindum í hálsi.  Það ætti samt ekki að hafa áhrif á barnið þitt.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
9. júní 2010