Tvíburameðgöngur á ljosmodir.is

10.10.2007

Sælar!

Ég vil byrja á því að þakka innilega fyrir frábæran vef!!

Þar sem ég geng með tvíbura þá er ég búin að vera að leita mér að efni til að lesa sem tengist tvíburameðgöngu. Það er nú ekki mikið til en ég finn það einna helst hér á þessari síðu. Hins vegar þegar ég smelli á "Fæðingin" hérna til vinstri og vel svo "tvíburafæðingar" þá er sá linkur enn í vinnslu. Er langt í það að hann verði virkur?

Kær kveðja tilvonandi tvíburamamma. 

Eins og þeir vita sem hafa fylgst með síðunni okkar þá hefur þessi kafli verið ansi lengi í vinnslu.  Við hér á ljosmodir.is höfum verið að biðla til sérfræðinga í tvíburameðgöngum að skrifa aðeins um þær hér inn á síðuna en ekki enn haft erindi sem erfiði í þeim efnum.  Við höldum áfram að reyna því við vitum að þörfin er mikil en við sjáum ekki fram á að það verði í nánustu framtíð því miður.

Þakka þér samt fyrir að ýta á eftir þessu.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10.10.2007

Komdu sæl og takk fyrir hrósið.