Spurt og svarað

10. október 2007

Tvíburameðgöngur á ljosmodir.is

Sælar!

Ég vil byrja á því að þakka innilega fyrir frábæran vef!!

Þar sem ég geng með tvíbura þá er ég búin að vera að leita mér að efni til að lesa sem tengist tvíburameðgöngu. Það er nú ekki mikið til en ég finn það einna helst hér á þessari síðu. Hins vegar þegar ég smelli á "Fæðingin" hérna til vinstri og vel svo "tvíburafæðingar" þá er sá linkur enn í vinnslu. Er langt í það að hann verði virkur?

Kær kveðja tilvonandi tvíburamamma. 

Eins og þeir vita sem hafa fylgst með síðunni okkar þá hefur þessi kafli verið ansi lengi í vinnslu.  Við hér á ljosmodir.is höfum verið að biðla til sérfræðinga í tvíburameðgöngum að skrifa aðeins um þær hér inn á síðuna en ekki enn haft erindi sem erfiði í þeim efnum.  Við höldum áfram að reyna því við vitum að þörfin er mikil en við sjáum ekki fram á að það verði í nánustu framtíð því miður.

Þakka þér samt fyrir að ýta á eftir þessu.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10.10.2007

Komdu sæl og takk fyrir hrósið.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.