Spurt og svarað

24. mars 2014

Tvíburar - vítamín

Góðan dag.
Við hjónin eigum von á eineggja tvíburum (þunn belgskil). Ég er gengin 12v+4d og var að spá hvort ég ætti að taka tvöfalt magn af fólínsýru? Er búin að vera að taka Pregnacare og Omega-3+D vítamín.
kv. Hildur
Sæl og til hamingju með tvíburaþungunina.
Pregnacare inniheldur 400 microgrömm af fólínsýru, í almennum ráðleggingum frá landlækni er mælt með að konur á barneignaaldri og barnshafandi konur taki einmitt 400 microgrömm af fólínsýru á dag. Samkvæmt nýjustu erlendu leiðbeiningunum sem ég finn er mælt með að konur sem ganga með tvíbura taki 1mg af fólínsýru sem er rúmlega helmingi meira en þegar um einburameðgöngu er að ræða. Fólínsýra tilheyrir hópi vatnsleysanlegra vítamína svo það er hverfandi hætta á eitrun af völdum þess. Í þessum sömu leiðbeiningum er einnig mælt með að taka 30 mg af járni á dag fyrstu 12 vikurnar og 60 mg á dag frá 12 viku og út meðgönguna. Þess utan er aðeins mælt með almennum vítamínum eins og þú ert þegar að taka.
Mig langar einnig að benda þér á gott fræðsluefni um tvíburameðgöngu á vef heilsugæslunnar hér og bækling um næringu á meðgöngu hér.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. mars 2014.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.