Spurt og svarað

29. júlí 2008

Barnshafandi og atvinnulaus

Þannig er mál með vexti að ég komst að því að ég er ólétt komin um 7 vikur á leið.

En er einnig orðin atvinnulaus, varð það núna fyrst í júní síðastliðnum.  Fór auðvitað á fullt að leita mér að vinnu en ekkert að hafa hér í okkar bæ eins og er.

Nú spyr ég hef ég rétt á atvinnuleysisbótum eða einhverskonar styrk eða hvernig er þetta nú? Hef ekki verið atvinnulaus síðan ég var unglingur og er 29 ára í dag. Er svoldið hrædd við þetta allt saman, því einhverstaðar verða aurarnir að koma og ég er nokkuð viss um að það vill enginn ráða óléttta konu til vinnu.

Veit ekki hvort ég er að tala við rétta manneskju um þessi mál en líkar vel þessi vefur og ákvað að prófa að ath þetta hérna:) Ein frekar smeik um áframhaldið, á 2 börn fyrir ein í skóla annað leikskóla.

Takk takk fyrir frábærann vef :)


Komdu sæl

Við á ljósmóðir.is erum nú ekki sérfræðingar í þessu en þú ættir að hafa rétt á atvinnuleysisbótum núna.  Fæðingarorlof færðu hinsvegar ekki nema hafa verið í vinnu 6 mánuði fyrir fæðingu barnsins.  Fæðingarstyrk getur þú fengið ef þú hefur átt lögheimili á Íslandi undanfarna 12 mánuði (fyrir fæðingu).

Þú getur lesið meira um þetta á www.faedingarorlof.is

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. júlí 2008.

 

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.