Útferð á meðgöngu

30.01.2007

Sæl, ég var að hugsa hvort það sé eðlilegt að vera með mikla útferð á meðgöngu? Ég er komin 18v og 5d og það gusar út eiginlega bara glærri/hálf hvítri útferð... líður stundum eins og ég sé að pissa í brækurnar... þetta er mjög skrítið... er þetta eðlilegt eða á ég að hafa áhyggjur af þessu?


Komdu sæl.

Aukin útferð er eðlileg á meðgöngu, meira slím myndast í leghálsinum og leggöngunum til varnar fóstrinu.  Konur finna samt mismikið fyrir þessu og í þínu tilfelli er það kannski óvenju mikið.  Ef ekki fylgir kláði, óþægindi eða óvenjuvond lykt þá ættir þú ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
30.01.2007.