Útferð úr leggöngum

06.08.2009

Ég er með óvenju mikla útferð úr leggöngunum og hún lyktar mjög illa. Getur verið að ég sé með sveppasýkingu í leggöngunum? Ég er ólett og er komin 5 1/2 mánuð a leið.


Það er mögulegt að um sveppasýkingu sé að ræða þó einkenni séu þá venjulega kláði og kvít kekkjótt útferð.  Ef það á við þig skaltu fara í apótek og fá krem og stíla við því.  Hinsvegar er mögulegt að fá bakteríisýkingu í leggöngin og þá er oft um gul-grænleita útferð að ræða með vondri lykt.  Við því þarftu sýklalyf og sennilega þarf að taka sýni frá leghálsinum.  Þú skalt því tala um þetta við ljósmóðurina þína og/eða lækni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. ágúst 2009.