Spurt og svarað

23. september 2012

Val á ljósmóður

Góðan daginn og takk fyrir frábæran og hjálplegan vef.
Ég er ný orðin ólétt af öðru barni. Ég finn hvergi upplýsingar um hvort maður geti farið til annara ljósmæðra en eru á minni heilsugæslustöð? Eða sem sagt get ég farið á aðra heilsugæslustöð? Finn hvergi upplýsingar um þetta.
Kær kveðja, ein kvíðin að fara aftur á mína heilsugæslustöð.Sæl
Mér þykir leitt að heyra að þú sért kvíðin að fara á þína heilsugæslustöð í mæðravernd, það ætti engin kona að þurfa að upplifa. Það er konum mjög mikilvægt að eiga góð og árangursrík samskipti við sína ljósmóður og lækni í mæðravernd og skil ég því vel að þú viljir leita annað.
Á flestum heilsugæslustöðvum eru fleiri en ein ljósmóðir starfandi og konum velkomið að velja sér ljósmóður. Það þarf ekki að gefa neina ástæðu fyrir því að velja ekki sömu ljósmóður og áður. Það eru þín réttindi sem notandi heilbrigðisþjónustu að velja/hafna meðferðferðaraðila. Ef þú getur ekki hugsað þér að fara til þeirra sem eru á þinni stöð getur þú leitað til næstu stöðvar.
Hinsvegar er eitt sem þarf að huga að, ef þú ert með heimilislækni á þinni stöð gætir þú misst hann/hana ef þú flytur þig um stöð í mæðravernd. Ég ráðlegg þér að hafa samband við þína stöð og athuga málið. Og hafa þá samband við næstu stöð ef þú ert ekki sátt.
Gangi þér vel.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.