Spurt og svarað

26. september 2007

Val á ljósmóður í meðgönguvernd

Sælar!
Mig langar til að fræðast um val mitt á meðgönguvernd. Þarf ég að fara á mína heilsugæslustöð þar sem minn heimilislæknir er eða get ég farið annað ef að ég vil. Þegar ég á við annað þá á ég t.d. við aðra heilsugæslustöð eða til einkaaðila, ef að einhver er?  Hef ég val um ljósmóðir á meðgöngu?
Kveðja, AT.

Sæl og blessuð!
Val í meðgönguvernd er eins og í heilsugæslunni almennt. Þjónustan er fyrst og fremst hverfabundin, þ.e.a.s. heilsugæslustöðvarnar sinna öllum barnshafandi konum sem eru búsettar á þeirra svæði (á líka við um tímabundna búsetu t.d. vegna náms).  Hafi kona heimilislækni á annarri stöð en sinni hverfisstöð hefur hún val um að sækja þjónustuna á hverfisstöðina eða stöðina þar sem heimilislæknirinn er starfandi. Á flestum heilsugæslustöðvum eru starfandi fleiri en ein ljósmóðir og því mögulegt að velja um ljósmóður.  Þetta er svipað fyrirkomulag og er í ungbarnaverndinni.
Kær kveðja,
Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. september 2007.
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.