Valtrex frunsulyf/veirulyf

22.06.2010

Sæl!

Ég hef verið að taka inn valtrex frunsulyf/veirulyf í smá tíma af og til í 2 ár og er að velta því fyrir mér hvort það sé í lagi að taka það núna á meðgöngu, er gengin 15 vikur.

Með fyrirfram þökk.


Sæl!

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskrá liggja takmarkaðar upplýsingar fyrir um notkun Valtrex (valacíklóvírs) á meðgöngu og því ætti aðeins að nota lyfið á meðgöngu ef væntanlegur ávinningur er meiri en áhættan. Það er þó töluverð reynsla komin á notkun lyfsins á meðgöngu en ekki næg til að hægt sé að fullyrða um öryggi þess. Settu þig í samband við lækni ef þú telur þig þurfa að nota lyfið á meðgöngunni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2010.