Spurt og svarað

28. febrúar 2008

Vandræðalegt en er samt áhyggjufull

Hæ!

Ég er komin 37 vikur og alla meðgönguna er ég búin að vera óð í kynlíf nema hvað að það sem mér finnst best þegar við hjónin stundum kynlíf er þegar hann sýgur á mér brjóstin, helst fast og bara annað, alltaf sama brjóstið. Ég er farin að taka eftir því að það brjóst er orðið stærra en hitt, svona eins og það sé meira í því. Getur þetta haft einhver áhrif á brjóstagjöf? Er þetta eðlilegt hversu mis stór þau eru? Hvers vegna gerist þetta og er ég algjörlega „sick“?

p.s. þessi kynlífs fíkn mín er sem betur fer að fjara út en ég veit ekki hversu glaður bóndinn er.


Sæl og blessuð.

Nei, það er ólíklegt að þetta hafi áhrif á brjóstagjöfina eða mjólkurframleiðsluna. Brjóstin eru í flestum tilfellum eitthvað misstór en það er misáberandi og mismikið. Það getur vel verið að þið séuð búin að örva annað brjóstið til meiri starfsemi en hitt en það er ekkert sem máli skiptir. Nei, þú ert ekkert óeðlileg og átt ekki að vera að hafa áhyggjur af þessu.

Með bestu óskum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.