Spurt og svarað

11. desember 2006

Benylan hóstamixtúra

Góðan dag

Mig langar til að leita upplýsinga um notkun á lyfjum eins og t.d. Benylan hóstamixtúru. Í lyfjabók stendur „að ekki hafi verið sýnt fram á að lyfið skaði fóstur“. Þetta hljómar eins og í lagi sé að taka lyfið a.m.k. tímabundið. Er það rétt skilið hjá mér?

Bestu kveðjur og þakkir.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Já, þetta hljómar eins það sé í lagi að taka inn þetta lyf en kannski er ekki allt sem sýnist. Í Sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunnar segir að lyfið megi nota á meðgöngutíma en jafnframt er varað við því að lyfið innihaldi etanól. Nú er konum algjörlega ráðlagt frá því að neyta áfengis á meðgöngu og það ætti að hafa í huga.

Þungaðar konur ættu alltaf að leita ráða hjá lækni eða ljósmóður áður en tekin eru lyf, jafnvel þó um sé að ræða lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld.

yfirfarið 29.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.