Benylan hóstamixtúra

11.12.2006

Góðan dag

Mig langar til að leita upplýsinga um notkun á lyfjum eins og t.d. Benylan hóstamixtúru. Í lyfjabók stendur „að ekki hafi verið sýnt fram á að lyfið skaði fóstur“. Þetta hljómar eins og í lagi sé að taka lyfið a.m.k. tímabundið. Er það rétt skilið hjá mér?

Bestu kveðjur og þakkir.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Já, þetta hljómar eins það sé í lagi að taka inn þetta lyf en kannski er ekki allt sem sýnist. Í Sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunnar segir að lyfið megi nota á meðgöngutíma en jafnframt er varað við því að lyfið innihaldi etanól. Nú er konum algjörlega ráðlagt frá því að neyta áfengis á meðgöngu og það ætti að hafa í huga.

Þungaðar konur ættu alltaf að leita ráða hjá lækni eða ljósmóður áður en tekin eru lyf, jafnvel þó um sé að ræða lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld.

yfirfarið 29.10.2015