Berklapróf á meðgöngu

31.01.2009

Mig langaði að forvitnast hvort að það væri óhætt að framkvæma berklapróf á meðgöngu? Er að fara sem nemi á LSH og þar er víst skylda að fara í berklapróf áður en fólk hefur þar störf og vil vera örugg um að það sé óhætt. Er komin 3 mánuði á leið.


Sælar!

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég finn þá er óhætt að framkvæma berklapróf hvenær sem er á meðgöngu. Þú skalt nú samt sem áður láta vita af þunguninni áður en prófið er gert til að hafa nú allt á hreinu.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. janúar 2009.

Heimildir:
http://www.cdc.gov/tb/pubs/tbfactsheets/pregnancy.htm
http://www.drspock.com/faq/0,1511,6482,00.html