Spurt og svarað

02. nóvember 2019

Verkir í grind

Sæl. Nú er ég ólétt af mínu öðru barni og grindin gjörsamlega að fara með mig. Er einhvað hægt að gera annað en æfingar, skoppa á bolta og sofa á snúningslaki? Ég vakna á næturnar grátandi úr verkjum því ég er með svo mikla verki, nota samt alltaf snúningslak. Ég er orðin svo ráðalaus hvað ég get gert því það er svo rosalega mikið eftir (er komin 35 vikur) og sé ekki fram á það að getað mikið meira.

Heil og sæl, mér sýnist þú vera að nota flest þau ráð sem eru til staðar. Það er spurning hvort þú ferð aðeins til sjúkraþjálfara sem mundi kenna þér að hreyfa þig/nota líkamann rétt svo að þú getir lifað með þessu út meðgönguna. Ræddu endilega málið við ljósmóðurina þína í meðgönguverndinni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.