Spurt og svarað

03. nóvember 2019

Kínahvönn eða Dong Quai - Óvart

Ég er komin 13 vikur á leið og eiginlega að deyja úr áhyggjum vegna þess að ég tók óvart inn eitthvað sem heitir Dong Quai eða Kínahvönn. Ég tók sem sagt eina töflu af járni (Iron complex frá NOW) og sá eftir á að það eru 100mg af Dong Quai í því. Þegar ég googlaði dong quai sá ég að það er ALLS EKKI mælt með því á meðgöngu og jafnvel notað til að framkalla fósturlát með jurtum. Ég reyndi að kasta þessu upp en gat það ekki. Haldið þið að 100 mg af þessari jurt geti skaðað fóstrið? Kveðja, Áhyggjufulla Járnkonan

Heil og sæl, hafðu ekki áhyggjur af þessu eina skipti, þú værir löngu búin að fá samdrætti ef þeir mundu koma yfirhöfuð og einn smáskammtur nægir ekki til. Þú finnur þér bara annað járn meðal sem ekki inniheldur þetta efni. Gangi þér vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.