Spurt og svarað

18. nóvember 2019

Má þynna formúlu með vatni?

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef Dóttir mín er að verð 6 mánaða og fær nan1 mjólk úr fernu, graut og byrjuð að smakka allskonar matvæli. Oft finnst mér hún meira þyrst en svöng en okkur gengur illa að kenna henni að drekka vatn úr stútkönnu. Mig langaði að spyrjast fyrir hvort ég mætti þynna mjólkina úr fernunni með smá vatni í pelann.

Heil og sæl, það er nú ekki mælt með því að þynna Nan mjólkina. Hún er orðin 6 mánaða og spurning hvort þú vilt ekki frekar gefa henni stoðmjólk. Haldið endilega áfram að gefa henni að drekka úr glasi, það þarf ekki endilega að vera stútkanna, bæði mjólk og líka vatn. Hún þarf ekki endilega pela með þegar hún borðar, best að gefa henni að drekka úr glasi annaðhvort mjólk eða vatn þar sem vel virðist ganga að gefa henni að borða. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.