Verkir í naflanum

14.09.2007

Hæ ég er komin 14 vikur og það er farið að sjást aðeins á mér , þetta er mitt 3ja barn, ég er farin að fá þessa líka hrikalega vondu verki í naflan eins og það sé einhvað að rifna í sundur, verkirnir eru stingandi eins og það sé verið að stinga mig með feitri nál.ég fann ekkert um þetta í öðrum fyrirspurnum þannig að ég vonast kannski eftir svari frá ykkur.
Takk fyrir ein kvalin.


Komdu sæl.

Verkir í kringum nafla eru algengir á meðgöngu og eru sennilega vegna þess að tog kemur á kviðvöðvana í kringum naflann og þeir færast í sundur með stækkandi kúlu.  Þetta getur líka tengst teygju á legböndum sem halda leginu á sínum stað en tognar á með stækkandi legi.  Mér finnst þú samt lýsa þessum verkjum þannig að ég held að það væri rétt að þú færir til ljósmóðurinnar þinnar eða læknis og létir kíkja á þig.  Það er líka frekar snemmt að vera svona slæm bara gengin 14 vikur.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
14. sept.2007.