Spurt og svarað

14. september 2007

Verkir í naflanum

Hæ ég er komin 14 vikur og það er farið að sjást aðeins á mér , þetta er mitt 3ja barn, ég er farin að fá þessa líka hrikalega vondu verki í naflan eins og það sé einhvað að rifna í sundur, verkirnir eru stingandi eins og það sé verið að stinga mig með feitri nál.ég fann ekkert um þetta í öðrum fyrirspurnum þannig að ég vonast kannski eftir svari frá ykkur.
Takk fyrir ein kvalin.


Komdu sæl.

Verkir í kringum nafla eru algengir á meðgöngu og eru sennilega vegna þess að tog kemur á kviðvöðvana í kringum naflann og þeir færast í sundur með stækkandi kúlu.  Þetta getur líka tengst teygju á legböndum sem halda leginu á sínum stað en tognar á með stækkandi legi.  Mér finnst þú samt lýsa þessum verkjum þannig að ég held að það væri rétt að þú færir til ljósmóðurinnar þinnar eða læknis og létir kíkja á þig.  Það er líka frekar snemmt að vera svona slæm bara gengin 14 vikur.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
14. sept.2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.