Spurt og svarað

12. nóvember 2006

Verkir í nára og lífbeini

Sælar og takk fyrir frábæran vef. 

Ég er gengin tæpar 30 vikur með mitt
þriðja barn og er farin að vinna aftur, þó bara hálfan daginn, eftir
dágott sumarfrí.  Eftir viku í vinnunni, sem er ekki mjög krefjandi
líkamlega, er ég búin að vera með mjög mikla verki í nára og lífbeini.
Þetta er mjög óþægilegt og ég er ekki alveg að sjá fyrir mér að geta
klárað tíu vikur til viðbótar ef ástandið lagast ekki.   Get ég gert
eitthvað til þess að draga úr þessum óþægindum ?  Þessir verki komu aldrei
þegar ég gekk með hin börnin, ekki nema kannski í blálokin, þ.e á síðustu
vikunni.
Takk fyrir.
Sæl og blessuð,

Það er nú svolítið langt síðan þú sendir þessa fyrirspurn og þú verður að afsaka að þér hefur ekki verið svarað fyrr. Sennilega ertu komin nálælgt því að fæða barnið þitt ef þú ert þá ekki þegar búin að því, en vonandi geta aðrir með svipuð einkenni haft gagn af svarinu líka.
Þetta sem þú lýsir eru verkir frá grindinni og liðböndum þar í kring. Eftir því sem barnið vex og kúlan stækkar verður meira álag á þetta svæði og það geta komið verkir sem geta verið ansi sárir. Mjög margar konur finna fyrir þessum einkennum á seinni hluta meðgöngu, stundum er þetta tímabundið vandamál, en sumar konur glíma við þetta stóran part meðgöngunnar, og í slæmum tilfellum er þetta kallað grindargliðum.
Eins og þú  hefur greinilega fundið fyrir, fyrst þetta versnaði þegar þú byrjaðir aftur að vinna, þá aukast svona einkenni við álag.  Besta leiðin til að losna við svona verki er að minnka álagið og hvíla sig!
Stundum getur þó verið erftitt að fara eftir þessum annars einföldu leiðbeiningum!! Því að þrátt fyrir verkina þína þá heldur víst lífið áfam og þú þarft að sinna hinum börnunum þínum, heimilinu og vinnunni. Þó er ýmislegt sem hægt er að gera til minnka þessi einkenni og um það er ágætis lesning í flokknum "Meðgöngukvillar" hér á síðunni undir -Verkir í mjóbaki og mjaðmagrind á meðgöngu. Vonandi finnur þú eitthvað sem nýtist þér þar.yfirfarið 28.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.