Spurt og svarað

25. febrúar 2008

Verkir í rifbeini - von á tvíburum

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég geng núna með börn númer 3 og 4 og undanfarna daga er ég að deyja úr verkjum undir hægra rifbeini. Ég er bara komin tæpar 32 vikur þannig að tilhugsunin um að þetta verði svona áfram næstu 6-8 vikurnar er óbærileg! Ég veit að börnin sitja bæði hjá mér þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta sé kollurinn sem þrýstist svona upp undir rifbeinin. Verkurinn er stöðugur og líkist því að vera með sár sem verið er að nudda. Er eitthvað sem ég get mögulega gert til að draga úr sársaukanum?

Kær kveðja, Dísa.


Sælar og innilega til hamingju með það sem þú átt í vændum að eignast tvíbura.

Þetta er þekkt að það getur komið svona sársauki undir rifbeinið þegar börnin eru í sitjandi stöðu vegna þess að kollurinn er svo harður. Ég ráðlegg þér að fá tíma hjá þinni ljósmóður og lækni í skoðun til að athuga þetta og svo er hægt að gefa leiðbeiningar þegar búið er að skoða. 

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og tvíburamóðir,
25. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.