Spurt og svarað

31. janúar 2011

Bjúgur á meðgöngu

Hæhæ.

Núna er ég gengin 36 vikur með tvíbura og er með svo svakalega mikinn bjúg.  Búin að vera með bjúg alla þessa meðgöngu sem hefur bara versnað.  Það eru fæturnir og hendurnar, hringar komnir af ásamt úrinu mínum.  Einnig er ég með svaka bjúg á kúlunni sjálfri og finn að það er að aukast, komið upp fyrir nafla.  Mér finnst eins og naflinn á mér sé að rifna en er þá bara með svona ofboðslegan bjúg.  Ég hef verið svolítið dugleg að drekka vatn og skorið sítrónu útí til að flýta fyrir að verða bjúglaus en mér finnst ég bara versna.  Hvað er best að gera til að losna við bjúginn.  Hann minnkar ekki við hvíld.

Með fyrirfram þökk

Helga


Sæl Helga.

Því miður getur þú ekki búist við því að bjúgurinn hverfi fyrr en eftir fæðingu.  Mikill þrýstingur er á kerfinu þínu vegna meðgöngunnar og ef ekki er um háan blóðþrýsting að ræða eða eggjahvítu í þvagi höfum við ekki áhyggjur af bjúgnum þótt hann geti verið óþægilegur.

Það er gott hjá þér að vera dugleg að drekka og hvíla þig en bjúgurinn mun sennilega ekkert minnka að ráði fyrr en börnin eru fædd.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
31. janúar 2011.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.