Spurt og svarað

30. nóvember 2014

verkur í eggjastokk

Sæl, ég fór í snemmsónar í gær þá komin 7 vikur að ég hélt en var seinkað í 6 vikur. Þar kom allt eðlilega út og sást í hjartslátt. Fæðingarlæknirinn sagði að það væri allt í góðu. Um 4 tímum eftir snemmsónarinn fékk ég smá sviða eins og í annan eggjastokkinn og í gærkvöldi blæddi smá, kannski dropi. Kom ekkert í nótt en í morgun kom eins og gamalt blóð, en samt líka eins og bara 3-4 dropar. Er búin að vera með smá verk vinstra megin í leginu/eggjaleiðurunum en alls ekkert til að kvarta yfir. Þetta er fyrsta barn og vona ég svo innilega að það sé allt í góðu! Er þetta eðlilegt eða á ég að panta annan tíma hjá fæðingarlækninum?
Kv. Ein smá stressuð!


 Sæl og blessuð, það kemur oft smá blæðing í upphafi án þess að neitt sé að. Verkir í eggjastokk geta stundum bent til utanlegsfósturs, þú ert búin að fara í sónar svo að það er ólíklegt en ég ráðlegg þér ef verkir aukast eða halda áfram að leita til læknis.

Gangi þér vel

Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
30.11.2014

 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.