Verkur í höndum

28.11.2011

Góðan daginn.

 

Ég er komin 23 vikur en undanfarnar 3 vikurnar hef ég verið að vakna á nóttunni og á morgnana kvalin í höndunum. Ég get lítið hreyft fingurna, ekki myndað hnefa og er með verk í úlnliðunum. Þetta er á hverri nóttu og jafnvel þegar ég legg mig á daginn þó það sé verra eftir nóttina. Hvað á ég að gera í þessu og vitið þið hvað þetta er?


Komdu sæl.

Sennilega er þetta sinaskeiðabólga eða carpal tunnel syndrome sem er algengt á meðgöngu.  Farðu í apótek og fáðu þér stuðningshólk eða ól sem þú sefur með og vittu hvort þetta lagast eitthvað við það.  Nálastungur gætu hjálpað líka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. nóvember 2011.