Spurt og svarað

14. júlí 2007

Verður barnið eitthvað stærra ef móðirinn borðar of mikið á meðgöngunni?

Mig langar að vita verður barnið eitthvað stærra ef móðirin borðar of mikið á meðgöngunni? Og öfugt verður barnið of lítið ef móðirin borðar of lítið á meðgöngunni? Eða fær barnið alltaf bara það sem það þarf og ekki meira hitt fer á mömmuna?


Sælar!

Þetta er erfið spurning hjá þér - það má segja að þetta er mjög mismunandi - ég held að best sé að fullyrða ekki neitt um þetta, en stundum er sagt að börnin fái það sem þau þurfa þegar þau eru í móðurkviði. En það fer eftir heilsu móður og barns hvernig barnið vex og dafnar, sumir sjúkdómar geta haft áhrif á vöxt barna.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.