Verður barnið eitthvað stærra ef móðirinn borðar of mikið á meðgöngunni?

14.07.2007

Mig langar að vita verður barnið eitthvað stærra ef móðirin borðar of mikið á meðgöngunni? Og öfugt verður barnið of lítið ef móðirin borðar of lítið á meðgöngunni? Eða fær barnið alltaf bara það sem það þarf og ekki meira hitt fer á mömmuna?


Sælar!

Þetta er erfið spurning hjá þér - það má segja að þetta er mjög mismunandi - ég held að best sé að fullyrða ekki neitt um þetta, en stundum er sagt að börnin fái það sem þau þurfa þegar þau eru í móðurkviði. En það fer eftir heilsu móður og barns hvernig barnið vex og dafnar, sumir sjúkdómar geta haft áhrif á vöxt barna.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.