Spurt og svarað

07. febrúar 2012

Víkkun á nýrnaskálum

Góða kvöldið og takk fyrir mjög góðan upplýsingavef!

Ég var í 20 vikna sónar í dag og þar kom í ljós að nýrnabotnarnir eru misstórir en samt er ekki mikill stærðarmunur. Ég á að fara aftur í sónar á 32-4 viku til að athuga hvort að þeir séu enn misstórir. Það sem mig langaði að vita er hvað sé gert við því að þeir séu ekki jafn stórir.

Kveðja, Helga.


Sæl!

Ég er ekki alveg viss hvað þú ert að tala um, gæti verið víkkun á nýrnaskálum, sem algengt er að sjá við 20 vikur, venjulega saklaust og er oftast horfið við 32-34 vikur. Orsakast oftast vegna þess að nýrnaleiðarar eru linir á þessum tíma og kemur þá stundum bakflæði í nýrnaskálarnar. Þetta hverfur lang oftast þegar líður á meðgönguna þá eru nýrnaleiðarnir orðin stífari. Ef þetta er ekki horfið við 34 vikur, er barnið ómskoðað eftir fæðingu og þarf þá stundum að gera aðgerð ef um vandamál er að ræða.


Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
7. febrúar 2012.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.