Víkkun á nýrnaskálum

07.02.2012
Góða kvöldið og takk fyrir mjög góðan upplýsingavef!

Ég var í 20 vikna sónar í dag og þar kom í ljós að nýrnabotnarnir eru misstórir en samt er ekki mikill stærðarmunur. Ég á að fara aftur í sónar á 32-4 viku til að athuga hvort að þeir séu enn misstórir. Það sem mig langaði að vita er hvað sé gert við því að þeir séu ekki jafn stórir.

Kveðja, Helga.


Sæl!

Ég er ekki alveg viss hvað þú ert að tala um, gæti verið víkkun á nýrnaskálum, sem algengt er að sjá við 20 vikur, venjulega saklaust og er oftast horfið við 32-34 vikur. Orsakast oftast vegna þess að nýrnaleiðarar eru linir á þessum tíma og kemur þá stundum bakflæði í nýrnaskálarnar. Þetta hverfur lang oftast þegar líður á meðgönguna þá eru nýrnaleiðarnir orðin stífari. Ef þetta er ekki horfið við 34 vikur, er barnið ómskoðað eftir fæðingu og þarf þá stundum að gera aðgerð ef um vandamál er að ræða.


Kveðja og gangi þér vel,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
7. febrúar 2012.