Spurt og svarað

09. ágúst 2012

Víkkun á nýrnaskálum

Góða kvöldið.
Ég var að koma úr 20 vikna sónar og þar leit allt vel út nema að barnið var með örlitla víkkun á nýrnaskálum. Ég á að koma aftur í sónar eftir 32 vikur en það sem mig langaði að vita var að ljósmóðirin sagði að þetta tengdist yfirleitt meira öðru kyninu, "hún hefur kíkt" og það stemmdi við kynið og sagði þetta væri nánast alltaf búið að rétta sig af seinna á meðgöngunni. Ég var svo dofin og hissa eitthvað á þessu að ég hafði ekki rænu á að spyrja hana hvort kynið ég væri með þannig að núna spyr ég hjá hvoru kyninu er þetta algengara? Og eru vandamál algengari hjá öðru kyninu frekari heldur en hinu, þ.e eru stelpur duglegri að vinna á þessu?
Takk, ÁsaSæl.
víkkun á nýrnaskálum er algengt að sjá við 20v, tengist oftast vanþroska í þvagleiðurunum, þeir eru linir á þessum tíma og kemur þá oft knekkur á þá sem veldur því að þvag fer aftur upp í nýrnaskálarnar. Þvagleiðarnir eru lengri hjá strákum er þetta því algengar hjá þeim. Þetta vandamál er oftast horfið við 32-34 vikur.

Kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,

9. ágúst 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.