Spurt og svarað

11. janúar 2008

Vindgangur

Sælar og þakka ykkur fyrir frábæran vef!

Ég er komin af stað eftir 11 ára pásu og fyrir mér er þetta nánast allt nýtt, maður er greinilega fljótur að gleyma. Ég er með frekar vandræðalega spurningu, ég er rétt komin um 7 vikur og ég hef bara aldrei upplifað annan eins vindgang, ég engist um af vindverkjum og á kvöldin þegar ég er að fara að sofa þá er eins og það sé norðurlandameistaramót í 100m skriðsundi í maganum á mér, þvílík eru lætin. Ég þarf örugglega ekki að taka það fram að þessu fylgir því miður mjög svo ódömulegur fylgikvilli en ég leysi vind eins og versti togarasjómaður. Ég er búin að reyna hvað ég get að forðast allt sem getur ýtt undir svona leiðindi en allt kemur fyrir ekki. Er þetta eðlilegt eða eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af?

Takk aftur fyrir góðan vef.

Kveðja, Uppþembda píslið.


Sæl og blessuð!

Oft má tengja svona vindgang við mataræðið svo það er um að gera að skoða það. Þú nefnir ekki hvernig hægðirnar eru hjá þér en hægðatregða er þekkt vandamál á meðgöngu og hér á síðunni eru ýmis ráð við henni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. janúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.